Brúin

Broen II

Gamalt og ryðgað strandferðaskip sveigir skyndilega af leið á Eyrarsundi og stefnir á brúna miklu á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Vaktmenn í Málmey reyna að ná sambandi við skipið en fá ekkert svar. Kallið bergmálar í tómri skipsbrúnni en áhöfnina er hvergi að sjá. Ryðkláfurinn siglir síðan á steypt varnarvirki við undirstöður brúarinnar. Skipið er mannlaust - eða svo er talið þangað til að fimm manns finnast hlekkjaðir undir þiljum, kaldir og illa til reika. Saga Norén frá rannsóknarlögreglunni í Málmey kemur á staðinn og byrjar strax að reyna að komast að því hvaða fólk þetta er. Þrír þeirra eru Svíar og tveir Danir og fólkið er flutt á spítala í Málmey. Saga bíður ekki boðanna og hringir strax í félaga sinn í dönsku lögreglunni, Martin Rohde, og þar með er rannsókn þessa nýja máls hafin. Aðalhlutverk leika Sofia Helin og Kim Bodnia. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna.
  • 10. þáttur.

    mánudagur 8. sep 2014 kl. 23.20.
  • 9. þáttur.

    mánudagur 1. sep 2014 kl. 23.20.

Athugið

Ekki er lengur hægt að nálgast vefupptökur af dagskrárefni RÚV, Rás 1 og Rás 2 á þessu vefsvæði.

Vinsamlegast farið á núverandi dagskrárvef fyrir RÚV, Rás 1 og Rás 2 eða leitið í Sarpinum til að nálgast vefupptökur af dagskrárefni