Flýtileiðir

8. Des. 2016

Leit

ruv.is / sarpur / dagskrá

Fimmtudagur 8. desember 2016

Velja dag:

RÚV15:25 Eldsmiðjan (2:3) 888
Ný íslensk þáttaröð í þremur hlutum um sex konur sem koma saman í smiðju á Patreksfirði og semja tónlist í heila viku. Konurnar segja frá því hvernig þær unnu saman og flytja fyrir okkur lög þess á milli. Í þessum þætti kynnumst við Unu Stefánsdóttur og Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur sem unnu að tónsmíðum í Sjóræningjahúsinu í kulda og trekki. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson. Framleiðandi: Immi ehf.

Nánar
16:10 Stóra sviðið (3:5) 888
Íslensk heimildarþáttaröð þar sem áhorfendur fá einstaka sýn inn í töfraheim leikhússins.

Nánar
16:45 Last Tango in Halifax (5:6)
Ný þáttaröð af þessum breska myndaflokki með Anne Reid og Derek Jacobi, um rígfullorðið fólk sem blæs í glæður gamals ástarsambands.

Nánar
17:40 Táknmálsfréttir
17:50 KrakkaRÚV (191:386)
17:51 Jóladagatalið - Sáttmálinn Pagten (8:24) 888
Pagten
Danskt ævintýri um tólf ára strák og jafnöldru hans af álfaættum, leit þeirra að leynilegum sáttmála og glímu þeirra við ísnornina ógurlegu. Þættirnir eru talsettir á íslensku.

Nánar
18:15 Jóladagatalið - Leyndarmál Absalons Absalons Hemmelighed (8:24)
Absalons Hemmelighed
Jóladagatal um Cecilie sem er tólf ára gömul og býr með fjölskyldu sinni fyrir ofan stórverslun í Kaupmannahöfn.

Nánar
18:50 Krakkafréttir 8. desember 2016 888
Fréttaþáttur fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Umsjón: Birkir Blær Ingólfsson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir.

Nánar
19:00 Fréttir
19:25 Íþróttir
19:30 Veður
19:35 Kastljós
Beittur, fréttatengdur þáttur um málefni líðandi stundar, menningu og dægurmál hvers konar.

Nánar
20:05 Reimleikar (6:6) 888
Ný þáttaröð þar sem draugatrú Íslendinga tekin til skoðunar ásamt annarri þjóðtrú, á borð við hjátrú og trú á álfa.

Nánar
20:35 Best í Brooklyn Brooklyn Nine-Nine III
Brooklyn Nine-Nine III
Gamanþáttur sem hefur unnið til tvennra Golden Globe verðlauna.

Nánar
21:00 Versalir Versailles (5:10)
Versailles
Ný frönsk þáttaröð byggð á sögulegum atburðum í hirð Lúðvíks konungs fjórtánda.

Nánar
22:00 Tíufréttir
22:15 Veðurfréttir
22:25 Lögregluvaktin Chicago PD III (10:23)
Chicago PD III
Þriðja þáttaröðin af þessu sívinsæla lögregludrama. Þættirnir fjalla um líf og störf lögreglumanna í Chicago.

Nánar
23:10 Baráttan um þunga vatnið Kampen om tungtvannet (5:6)
Kampen om tungtvannet
Norsk spennuþáttaröð um kjarnorkuvopnaáætlun Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og skemmdarverk á þungvatnsbirgðum Norðmanna til að koma í veg fyrir að Hitler tækjust áform sín.

Nánar
23:55 Kastljós
Beittur, fréttatengdur þáttur um málefni líðandi stundar, menningu og dægurmál hvers konar.

Nánar
00:20 Dagskrárlok (64:400)

RÁS 106:45 Morgunbæn og orð dagsins
Morgunvaktin 8.desember hófst á spjalli um veðurblíðu og fréttafyrirsagnir. Norska Sissel Kyrkjebø söng danska lagið Der er ingenting i verden så stille som sne. Því næst sagði Bergsveinn Birgisson, norrænufræðingur og rithöfundur, frá bók sinni Leitin að svarta víkingnum, sem fjallar um uppruna, samtíma og sögu Geirmundar heljarskinns, hins göfgasta landnámsmanna Íslands. Eftir fréttayfirlitið ræddi Bogi Ágústsson um heimsmálin, sérstaklega Angelu Merkel, sem sækist eftir því að leiða Þjóðverja fjórða kjörtímabilið. Þá voru málefni Grænlands rædd en vaxandi stuðningur er við sjálfstæði landsins, sérstaklega meðal eldra fólks. Loks var spjallað um velgengni danska leikfangarisans LEGO.

Nánar
07:00 Fréttir
07:30 Fréttayfirlit
08:00 Morgunfréttir
08:05 Morgunverður meistaranna Sellóvetur
Gyða Valtýs, Bryndís Halla og Kristín Lárusdóttir eru allar sellóleikarar sem gefa út plötur fyrir jólin. Við byrjum á þeim áður en músík frá áttunda áratugnum lýkur fyrri hluta þáttarins.ªÍ seinni hlutanum heyrum við vetrarmúsík allskonar skálda. Kannski kallar það fram raunverulegan vetur í veðrinu. Hver veit?

Nánar
08:30 Fréttayfirlit
09:00 Fréttir
09:05 Stefnumót
Gestur þáttarins er Sandgerðingurinn Arnar Helgason.ªUmsjón: Víkingur Kristjánsson.

Nánar
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.

Nánar
10:00 Fréttir
10:03 Veðurfregnir
10:13 Flugur Söngvar með Sammy Davis jr
Leikin eru lög frá fyrri hluta listamannaferils Sammy Davis jr. Lögin heita: Can't we be friends, You rascal you, Dreamy blues, Got a great big shovel, Six bridges to cross, Hey there, Body and soul, Jacques D'Rague, That old black magic, Bewithched bothered and bewildered og It ain't necessarily so.

Nánar
11:00 Fréttir
11:03 Mannlegi þátturinn
12:00 Fréttir
12:02 Hádegisútvarp
12:20 Hádegisfréttir
12:45 Veðurfregnir
12:50 Dánarfregnir
12:55 Samfélagið
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði: móttaka flóttafólksªSigyn Blöndal: danssýning Helga TómassonªForsetakosningar og skoðanakannanir fyrri tímaªStefán Gíslason: innihaldsefni sokka

Nánar
14:00 Fréttir
14:03 Á tónsviðinu
15:00 Fréttir
15:03 Flakk Flakkað um Sigvalda Thordarson arkitekt síðari þáttur
Í fylgd Péturs H Ármnnssonar arkitekts er farið að fjórum húsum Sigvalda Thordarsonar, Ægisíðu 80, Hjálmholt 12, blokk við Skaftahlíð og að lokum að Kleifarvegi 3. Pétur segir frá hönnun Sigvalda, hversu samfélagsmeðvitaður hann var og upplýstur um þarfir íbúanna. Farið í Heimsókn til Sigurður Ólafssonar og konu hans Margrétar Þorvaldsdóttur í Hjálmholti, en þau eru mjög hrifin af Sigvalda og hafa haldið vel í hans hönnun. Sömuleiðiis eru hjónin Freyja Birigsdóttir og Halldór Magnússon yfir sig ánægð á Kleifarvegi 3, og hafa fengið viðurkenningu fyrir uppgjör hússins.

Nánar
16:00 Síðdegisfréttir
16:05 Víðsjá
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána. Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Viðar Eggertsson.

Nánar
17:00 Fréttir
17:03 Lestin
18:00 Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Nánar
18:30 Útvarps stundin okkar Lágafellsskóli 5. RG
18:50 Veðurfregnir
18:53 Dánarfregnir
19:00 Tónlistarkvöld Útvarpsins
20:40 Mannlegi þátturinn
21:35 Vits er þörf
Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar ná yfir langt tímabil og eru fjölmar og snúast um líðan barna og unglinga og hvaða leiðir geta verið færar til auka félagsþroska og samskiptahæfni þeirra. Sigrún hefur verið virk í ýisskonar rannsóknarsamstarfi á alþjóðavettvangi og hér á landi. Rannsóknirnar sem hún nefnir eru þessar: Hlúð að félags- og tilfinningaþroska nemenda, áhættuhegðun og samskipti ungs fólks og borgaravitund ungs fólks í lýðræðissamfélagi. Þeir sem hafa aðstoðað við greinarskrif um niðurstöður þessara rannsókna eru Kristjana Stella Blöndal, Hrund Þórarins-Ingudóttir, Ragný Þóra Guðjohnsen, Kristín Lilja Garðarsdóttir og Leifur Geir Hafsteinsson.ªUmsjón: Kristín Einarsdóttir.
22:00 Fréttir
22:05 Veðurfregnir
22:10 Samfélagið
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði: móttaka flóttafólksªSigyn Blöndal: danssýning Helga TómassonªForsetakosningar og skoðanakannanir fyrri tímaªStefán Gíslason: innihaldsefni sokka

Nánar
23:05 Lestin
00:00 Fréttir
00:05 Næturútvarp Rásar 1

RÁS 206:00 Fréttir
06:03 Morguntónar
07:00 Fréttir
07:03 Morgunútvarpið Dýrafjarðargöng, nýir þingmenn, Landnámshænur
Ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu að ráðist verði í gerð Dýrafjarðarganga. Pétur Georg Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur sagt frumvarpið vera sorglegt. Við ræddum við Pétur um málið.ªªAllir þekkja þá hversdagslegu iðju að versla í matinn. Leiðinlegasti hluti þeirra verslunarferða er að margra mati að standa í röð og bíða, oft heillengi, eftir að fá að borga. Nú gæti sá hluti verslanaferða verið úr sögunni, því Amazon kynnti á dögunum nýja tegund verslunar þar sem greitt er sjálfkrafa fyrir hverja og eina vöru og viðskiptavinurinn getur svo þrammað beint úr versluninni án sérstakrar greiðsluathafnar. Við ræddum Amazon GO við Kristin Árna Lár Hróbjartsson. ªªAlþingi kom saman í byrjun vikunnar í fyrsta sinn frá kosningum þrátt fyrir að ekki hafi verið myndaður nýr meirihluti á þingi. Hvaða áhrif hefur það á þingstörfin og afgreiðslu fjárlaga? Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, og Jóna Sólveig Elínardóttir, þingkona Viðreisnar, ræddu við okkur um það og annað sem upp kanna að hafa komið á fyrstu dögum þingsins.ªªVera Sóley Illugadóttir flutti hlustendum fréttir með sínu nefi. ªªLandnámshænubóndinn Júlíus Már Baldursson hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga, eftir að greint var frá slæmri meðferð varphænsna hjá Brúneggjum. Hundruðir manna vilja taka fá hænu í fóstur hjá Júlíusi en hann hefur bara svigrúm til að bæta við sig um 25. ªªÆskilegt þykir að vera prúðbúin á jólunum og margir sem kaupa sér sérstök jólaföt fyrir hátíðarnar. Rauði krossinn hvetur fólk til að versla «endurnotað» og finna sér sparidress, jólaföt eða áramótaoutfit í verslunum Rauða krossins. Þá er minnt á að ef fólk er stórtækt í jólahreingerningunum má skila öllum textíl í gáma rauða krossins, gardínum, handklæðum og dúku rétt eins og fatnaði. Við spjölluðum um endnurnotuð föt við Brynhildi Bolladóttur, verkefnastjóra hjá Rauða krossinum.

Nánar
07:30 Fréttayfirlit
08:30 Fréttayfirlit
09:00 Fréttir
10:00 Fréttir
10:03 Poppland
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins og þeir Óli Palli og Matti hafa lengst af staðið vaktina þar. Salka Sól bættist í hópinn í fyrra og þau þrjú ætla að stytta fólki stundir í amstri dagsins eftir hádegi í vetur.

Nánar
11:00 Fréttir
12:00 Fréttir
12:20 Hádegisfréttir
12:45 Dagvaktin 70 þúsund króna Poppmeistaradagur í dag
Við gerum okkur glaðan dag eins og venjulega á Dagvaktinni.ªPoppmeistaravinningurinn fór ekki út í síðustu viku verður því tvöfaldur í dag!ªJólaplatavikunnar er hin frábæra, Gleðileg Jól frá Geimsteini frá árinu 1975, listamaður vikunnar er KKªJóladagatalið heldur áfram og þarf fólk að þekkja röddina...ªPoppmeistarinn! Vinningurinn fór ekki út í síðustu viku og er því tvöfaldur í dag.ªÍ Poppmeistaranum spilum við nokkur lagabrot og hlustendur geta unnið sér inn núna 70 þúsund króna gjafabréf í verslunum Geysis... ef þeir taka sénsinn.ªEf hlustandi þekkir lag 1 er hann kominn með 10.000 kr. gjafabréf og getur lagt það undir og fengið annað lag.ªEf hann þekkir það líka þá fær hann 20.000 kr.. gjafabréf og þá samtals kominn með 30.000ªEf hann vill síðan leggja allt undir og reyna við þriðja lagið á hann möguleika á að vinna 40.000 til viðbótar og samtals 70 þúsund krónur! En ef hann klikkar á þriðja laginu tapar hann öllu!.ªSíminn er: 5687-123, ef þú þorir....ª

Nánar
14:00 Fréttir
15:00 Fréttir
16:00 Síðdegisfréttir
16:05 Síðdegisútvarpið
Þau Guðmundur Pálsson, Björg Magnúsdóttir og Atli Már Steinarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn.

Nánar
17:00 Fréttir
18:00 Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Nánar
18:30 Eldhúsverkin
Atli Már heldur fólki við eldhúsverkin milli útvarps- og sjónvarpsfrétta með fjölbreyttri tónlist.

Nánar
19:00 Sjónvarpsfréttir
19:23 Sportrásin
22:00 Fréttir
22:05 Konsert
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Nánar
00:00 Fréttir
00:05 Inn í nóttina
Ljúf og þægileg tónlist úr ólíkum áttum og frá ýmsum tímum Inn í nóttina með Huldu G. Geirsdóttur.

Nánar
01:00 Fréttir
01:03 Glefsur úr morgun- og síðdegisútvarpi Rásar 2
01:55 Næturtónar
02:00 Fréttir
04:30 Veðurfregnir
04:37 Næturtónar
05:00 Fréttir
05:03 Næturtónar